• 16/09/2022

    Stjórn FÍSOS fagnar því að stjórnskipunar- og eftirlistnefnd hafi ákveðið að skoða sérstaklega vinnubrögð ráðherra við skipun þjóðminjavarðar og skipanir ráðherra í embætti án auglýsinga almennt. Stjórn félagsins mun fylgjast vel með málinu og bíða niðurstöðu nefndarinnar.

    Stjórnin tekur undir gagnrýnisraddir annarra fagfélaga varðandi óviðunandi ferli hjá menningarmálaráðherra varðandi skipanir í stöður og vísar til fyrri yfirlýsingar sinnar um efnið frá 28. ágúst (https://safnmenn.is/2022/08/28/yfirlysing-fisos-um-skipun-nys-thjodminjavardar/).