Aðalfundur FÍSOS var haldinn miðvikudaginn 10. október sl. Fundinn sóttu hátt í 40 félagar og stóð fundurinn í tvær klukkustundir. Streymt var beint frá fundinum á fésbókarsíðu félagsins.
Kosið var til stjórnar félagsins en úr stjórn gengu Linda Ásdísardóttir og Haraldur Þór Egilsson og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins í gegnum árin. Helga Maureen Gylfadóttir bauð sig fram í embætti formanns og var kosinn einróma, Ásdís Þórhallsdóttir bauð sig fram í embætti meðstjórnanda og var kosin einróma og Sigríður Þorgeirsdóttir bauðs sig fram í embætti varamanns og var kosin einróma. Þá bauð Pétur Sörensson fram sem skoðunarmaður reikninga og var kosinn einróma.
Þá var lögð til hækkun félagsgjalda safna og stofnanna og var hún samþykkt með 33 atvkæðum, einn seðill auður og tveir ógildir.
Þá var lögð fram spurning um hvort að rekstur Kvist ætti að heyra undir FÍSOS og voru 34 samþykkir því, enn einn sagði nei.
Frekari upplýsingar um fundinn er að finna í fundargerð – Aðalfundur FÍSOS 10. október 2018.
Þá er að finna hér ársskýrslu formanns – FÍSOS-Árskýrsla-2017-2018
Stjórn FÍSOS þakkar fundarmönnum fyrir góðan og gagnlegan fund. Einnig þakkar hún Ingu Jónsdóttur fyrir sitt innlegg í tilefni af íslensku safnaverðlaununum 2018 og Helgu Einarsdóttur og Þóru Sigurbjörnsdóttur sem fóru yfir nýafstaðinn farskóla félagsins í Dublin. Þá eru Guðný Dóru Gestdóttur og Ágústu Rós Árnadóttur veittar þakkir fyrir fundarstjórn og fundarritun.