• 16/11/2018

    Komdu á safn!

    Félag íslenskra safna og safnmanna fagnar degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember 2018 með því að frumsýna annan þátt í þríleiknum Komdu á safn! sem félagið hefur unnið í samstarfi við MASH kvikmyndateymi. Fyrsti hluti var frumsýndur þann 18. maí sl. á alþjóðlega safnadeginum.
    Söfn varðveita gripi af ýmsum stærðum og gerðum en orð yfir heiti og notkun gripa sem ekki eru lengur í daglegri notkun eiga hættu á að hverfa úr tungumálinu. Því gegna söfn mikilvægu hlutverki við að halda þessum orðum á lofti og skýra út ef þörf þykir.
    Komdu á safn! og upplifðu tungumálið í þrívídd.

    Til hamingju með dag íslenskra tungu.