Hvað leynist á bakvið tjöldin í Hönnunarsafninu?
Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum verður boðið upp á leiðsagnir sunnudaginn 21. maí þar sem skyggnst verður bak við tjöldin í Hönnunarsafninu.
Gestir fá tækifæri til að ganga um mismunandi vinnurými safnsins og heyra um það fjölbreytta starf sem þar á sér stað.
Í safneign Hönnunarsafnsins eru rúmlega 1300 gripir og mikill meirihluti þeirra eru húsgögn. Mikið starf fer fram í tengslum við safneign safnsins jafnvel þó ekki sé verið að setja upp sýningar.
Í leiðsögn um varðveislurýmin gefst einstakt tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin og kynnast gripum og starfi eina safns landsins sem safnar einvörðungu hönnun og nytjalist.
Takmarka þarf fjölda gesta í hverri leiðsögn og er miðað við 10 gesti í hóp. Boðið verður upp á tvær leiðsagnir sem taka um hálftíma hver: Kl. 14:00 og 15:30
Ókeypis aðgangur er í safnið þennan dag.
Heimasíða Hönnunarsafns Íslands