• 16/05/2016

    Grasagarður Reykjavíkur kemur sérstaklega vel undan vetri og skarta vorblómin sínu allra fegursta þessa dagana. Í tilefni Alþjóðlega  safnadagsins, miðvikudaginn 18. maí, ætlar Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður garðsins að leiða göngu um vorblómin í Grasagarðinum. Gangan hefst kl. 17:30 við aðalinngang Grasagarðsins við Laugatungu.

    Vorblomin_i_gardinum
    Myndin á auglýsingunni sýnir heiðajólarós (Helleborus multifidus) en helleborusar eru í fullum blóma um þessar mundir í Grasagarðinum.
    Nánari upplýsingar veitir Hjörtur í síma 692-1645 eða á netfanginu hjortur.thorbjornsson@reykjavik.is.
    Allir velkomnir og aðgangur ókeypis!