• 17/05/2016

    landbunadar
    Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins þann 18. maí bjóðum við upp á örsýningu á heimasíðu safnsins. Þú getur skoðað hana þegar þér best hentar og svo oft sem þú óskar.

    Sýningin er tengd yfirskrift Safnadagsins sem er Söfn og menningarlandslag . Við vonum að hún verði lesendum síðunnar til nokkurs gagns.
    Hver veit nema við bjóðum upp á stutta gönguferð með leiðsögn á Hvanneyri til þess að halda enn betur upp á þetta viðfangsefni. Til dæmis í júní eða júlí þegar sumarið er komið fyrir alvöru.
    Hvanneyri. Borgarfirði.   S: 844 7740 www.landbunadarsafn.is  bjarnig@lbhi.is