Hádegisfyrirlestur FÍSOS verður þann 22. apríl 2015 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, að venju frá 12:00-13:00.
Þóra Sigurbjörnsdóttir safnafræðingur og sérfræðingur á Hönnunarsafni Íslands, er fyrirlesari að þessu sinni og mun fjalla um meistararitgerð sína: Safnfræðsla í kenningarlegu samhengi. Fræðslustarf Hönnunarsafns Íslands greint út frá hugsmíðahyggjunni.
Kenningar tengdar hugsmíðahyggjunni eru nýttar til að skoða fræðslustarf Hönnunarsafnsins og til að velta vöngum yfir safnfræðslu almennt. Staða safnfræðslu innan Hönnunarsafnsins er skoðuð út frá sögu hennar og möguleikum.
Græða söfn og starfsmenn þeirra á því að kynna sér kenningar varðandi fræðslu? Til hvers að setja sér markmið tengd fræðslustarfi? Geta eigendur safna haft áhrif á safnfræðslu? Eiga söfn að hjálpa gestum að spyrja?
Farið verður yfir meginefni ritgerðarinnar og spurningum velt upp er varða safnfræðslu í anda hugsmíðahyggju.
Fyrirlesturinn er tekinn upp í hljóði og mynd.
Allir velkomnir