Auður á Gljúfrasteini: Fín frú, sendill og allt þar á milli
22/03/2015
Þann 18. mars 2015 voru Marta Guðrún Jóhannesdóttir safnafræðingur, Guðný Dóra Gestsdóttir forstöðumaður Gljúfrasteins og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir myndlistarmaður og búningahönnuður, fyrirlesararar að þessu sinni.
Margar hliðar, mörg sjónarhorn: Tekist á við ævi og verk Auðar Sveinsdóttur á Gljúfrasteini
Sýningarteymiðfjallaði um gerð sýningarinnar Auður á Gljúfrasteini – Fín frú, sendill og allt þar á milli, sem sett var upp í Listasal Mosfellsbæjar haustið 2014. Rætt var um aðdragandann að sýningunni, aðferðafræðina sem hún byggir á og hönnun hennar.
Einnig verður sagt frá viðtökum sýningarinnar og tilraun þeirra sem að henni standa til þess að laða fram ólíkar frásagnir um Auði Sveinsdóttur á Gljúfrasteini.