FÍSOS tekur þátt í samnorrænu verkefni með samtökum sem heita NAME (Nordic Association for Museum Education), þau samanstanda af fulltrúum Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands.
Ætlunin er að gefa út rit sem fjallar um það besta í safnfræðslu á Norðurlöndunum. Ritið er hugsað sem praktísk handbók fyrir safnafólk þar sem vel heppnuðum verkefnum er lýst, sagt frá framkvæmd, aðferðum, útkomu og hvað mætti gera betur/öðruvísi.
Í verkefninu er verið að horfa til safnræðslu í víðu samhengi, þannig að verkefnin afmarkast EKKI við samstarf eða þjónustu við skóla. Þau verkefni sem fela í sér tilraun til að mynda sérstök tengsl við safngesti væru t.d. tilvalin í þetta rit.
Heiti verkefnisins á ensku er „The best of Nordic museum communication – fresh network approaches from Nordic association for museum education„. Þar af leiðandi er verið að leita eftir nýlegum verkefnum, sem taka á fræðslu eða miðlun innan safna á ferskan og skapandi hátt.
Kallað hefur verið eftir tillögum að verkefnum fyrir ritið! Allar tillögur eru vel þegnar, sendið póst á Bergsveinnth (at) gmail.com. Ekki sakar ef tillögunum fylgir smá lýsing. Lýsingin má vera stutt og hnitmiðuð eða ítarleg og löng!