Bergsveinn Þórsson, formaður FÍSOS, mun halda erindi um 22. ráðstefnu NEMO, Network of European Museum Organisations sem fram fór 6.-8. nóvember í Bologna á Ítalíu, undir heitinu „LIVING TOGETHER IN A SUSTAINABLE EUROPE – MUSEUMS WORKING FOR SOCIAL COHESION“.
Fyrirlesturinn fer fram 21. janúar í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnið og hefst á slaginu 12:00!
Fyrirlesturinn nefnist Íslensk útrás: Evrópskt samstarf og vísar það í auknar áherslur FÍSOS á alþjóðlegt samstarf. Félagið sendi tvo fulltrúa á ráðstefnu NEMO í fyrsta skiptið. Bergsveinn mun kynna samtökin, efni ráðstefnunnar og þau alþjóðlegu samstarfsverkefni sem félagið er komið í sem haldið er utan um af NEMO.
NEMO eru mjög virk samtök, bæði fyrir sérfræðinga safna og samtök safna. Samtökin halda úti heimasíðu sem var nýlega endurhönnuð með það í huga að auka aðgengi að ýmis konar gagnlegu efni. http://www.ne-mo.org/
Meðal annars má nefna Webinars þar sem hægt er taka þátt í námskeiðum í gegnum netið, horfa á fyrirlestra í beinni og taka þátt í umræðum. Í Leshorni NEMO er einnig urmull af fræðsluefni, til að lesa á köldum, næðingssömum vetrarkvöldum.
Ekki missa af fyrsta hádegisfyrirlestri ársins, við hvetjum alla áhugasama um að mæta! Að venju er fyrirlesturinn tekinn upp í hljóði og mynd fyrir safnafólkið okkar á landsbyggðinni.