Dagssetning: 18.-19.september 2024
Staðsetning: Árbæjarsafn, Kistuhyl 4, 110 Reykjavík.
ATH! Stefnt er að því að bjóða upp á sambærilegt námskeið á Akureyri vorið 2025.
Félag Norræna forvarða og Blái Skjöldurinn bjóða upp á námskeið um björgun safngripa og fyrstu viðbrögð við vá. Námskeiðið er stutt af Safnaráði og Borgarsögusafni Reykjavíkur.
Hættan af náttúruvá, eldsvoðum og annarri vá er ávallt til staðar og eykst með auknum loftlagsbreytingum. Reynslan sýnir að góður árangur við björgun safngripa við slíkar aðstæður er háð því að viðbragðaðilar hafi fengið undirbúning og æft rétt handtök og viðbrögð. Tilgangur námskeiðs er að kenna safnafólki að skipuleggja og forgangsraða björgun safnkosts eftir vá og æfa verkferla og réttu handtökin. Eftir námskeiðið verða þátttakendur betur í stakk búnir til þess að bregðast rétt og örugglega við ef að einhverskonar vá á sér stað og ógn steðjar að menningarminjum.
Sviðsett atvik og hlutverkaæfing: Hluti af námskeiðinu er sviðsetning vatnstjóns á safni, þar sem m.a. annars má finna bækur, skjöl, ljósmyndir, málverk, leikföng og fleiri gripi. Með því að setja sig í viðbragstöðu og upplifa neyð í rauntíma læra þátttakendur að hugsa rökrétt og halda ró sinni í erfiðum aðstæðum. Þannig má bregðast fyrr við, nota réttar aðferðir og lágmarka tjón.
Markmið: Kynnast aðstæðum sem skapast við viðbrögð við vá (vatnstjón) og æfa björgun safngripa.
Markshópur: Starfsmenn menningarstofnana (bókasöfn, gripasöfn, listasöfn, skjalasöfn).
Lýsing: Námskeiðinu er skipt í tvennt: bóklegt (um 20%) og verklegt (80%). Verklegir þættir eru:
Leiðbeinendur: Ingibjörg Áskelsdóttir og Nathalie Jacqueminet, forverðir og safnafræðingar. Báðar hafa þær reynslu af viðbrögðum og björgun gripa eftir vá.
Sambærilegt námskeið var haldið haustið 2023 fyrir starfsmenn Borgarsögusafns Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur og mældist mjög vel fyrir.
Námskeiðsgjald: 12.500 kr. (greitt fyrirfram). Boðið verði upp á kaffi og léttan hádegisverð báða daganna.
Hámarksþátttakendur: 25
Skráning: https://forms.gle/GkzwYvJhr3NCVqB67
Skráningarfrestur er til 5. september 2024.
Nánari upplýsingar um dagskrá má finna hér: https://nkfisland.wordpress.com/frettir/