• 22/05/2024

  Halló Akureyri! Farskóli safnmanna verður haldinn dagana 2.-4. október nk. og við hlökkum til að taka á móti ykkur!

  Yfirskrift Farskólans er Hvert er erindið? Umbreyting í safnastarfi.

  Dagskráin verður blanda af fyrirlestrum, pallborði, vinnustofum og faghópum auk skoðunarferðar og skemmtunar. Hér fyrir neðan er skráningarform fyrir Farskólann. Nánari dagskrá verður kynnt síðar og verður þá opnað fyrir skráningu á vinnustofur. Ráðgert er að dagskrá hefjist miðvikudaginn 2. október kl. 10 í Hofi.

  Hægt er að skrá sig í Farskólann á slóðinni hér: https://forms.gle/koewQHRBAhTEcXcn6

  Félagsmenn í FÍSOS hafa forgang að Farskólanum. Bókun í gistingar er í höndum hvers og eins, en við vekjum athygli ykkar á tilboði á gistingu fyrir farskólanema á Hótel Akureyri og Hótel KEA.

   

  Gisting á Hótel Akureyri

  Tilboðið gildir fyrir dagana 27. september til 6. október. Afsláttarkóðinn er FarSafn.

  Hótel Akureyri Skjaldborg

  Standard tveggjamanna: 22.000 kr nóttin

  Ocean view tveggjamanna: 22.000 kr nóttin

  Superior ocean view tveggjamanna: 24.000 kr nóttin

   

  Hótel Akureyri Dynheimar:

  Lítið tveggjamanna, hentugt sem einstaklingsherbergi: 17.000 kr nóttin

  Superior tveggjamanna herbergi: 22.000 kr nóttin.

   

  Morgunmatur er innifalinn í verðunum

  Bókanir fara fram á heimasíðu hótelsins: https://www.hotel-akureyri.com/

   

  Gisting á Hótel KEA

  Með afsláttarkóðanum FISOS er veittur 10% afsláttur af gistingu dagana 1.-4. Október:

  Bókanir fara fram á heimasíðu hótelsins: https://www.keahotels.is/hotel-kea