Ráðstefna NEMO var haldin í Lathi í Finnlandi dagana 19.-21. nóvember 2023 undir yfirskriftinni „and…ACT!ON – Museums in the climate crisis“
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, er meðlimur í NEMO (Network of European Museum Organisations) samtökunum og hefur sent fulltrúa frá sér á árlega ráðstefnu þeirra og gerði það einnig í ár. Nú var þema hennar staða safna í baráttunni við loftslagsbreytingar í heiminum. Um 300 manns frá u.þ.b. 40 löndum sóttu ráðstefnuna sem fór fram að þessu sinni í Lahti, Finnlandi, sem árið 2021 var valin sem „græn höfuðborg Evrópu“. Dagskráin, sem samanstóð af fyrirlestrum, umræðum og örnámskeiðum, var eins yfirgripsmikil og fjölbreytt og þemað gaf til kynna. Samvinna og vilji til beinna aðgerða einkenndi andrúmsloftið, en meðal annars var fulltrúa loftslagsaðgerðasinna; Extinction Rebellion, boðið til skrafs og ráðagerða, en aðgerðir þeirra hafa verið afar umdeildar, vægast sagt, innan safnageirans. Samtalið milli allra aðila var hinsvegar gott og sannar að orð eru til alls fyrst; við stöndum öll andspænis sama vandanum.
Að auki voru tvö atriði kynnt til sögunnar; hið fyrra er gagnvirkt kort sem söfn skrá sig á til þess að auka á sýnileika þess sem þau eru að gera í baráttu sinni gegn loftslagsbreytingum. Hið seinna eru niðurstöður nýrrar rannsóknar; sem ber heitið: „Museums, Climate and Politics: Taking political action in the sustainable transition“ sem tekur m.a. á því hvernig ýmsar stefnur í loftslagsmálum Evrópuríkja geta nýst söfnum og menningarstofnunum sem verkfæri og hvatning í sömu baráttu.
Í lok ráðstefnunnar gaf NEMO út sameiginlega yfirlýsingu sem lesa má hér:
“Our ethical and professional priority is to work with our communities for the future sustainability of the planet. Museums have a critical role to play in environmental sustainability and imagining our possible futures. Our commitment is that we will use our diverse collections and the stories that they hold to inspire people and facilitate change. We realise that it is no longer possible to preserve all heritage and collections in their current conditions. We are committed to re-evaluating our collections in terms of their social, historical, environmental, and educational impact.”
FÍSOS þakkar fyrir sig og hvetur jafnframt söfn og safnafólk að huga að þessu málefni af alvöru, enda megum við engan tíma missa í baráttunni við loftslagsbreytingar – þær snerta okkur öll.
Heimasíða NEMO: https://www.ne-mo.org/
Hér fyrir neðan má sjá myndir af ráðstefnunni
Ljósmyndari: Panu Salonen
Ljósmyndari: Panu Salonen
Ljósmyndari: Þorvaldur H. Gröndal
Ljósmyndari: Panu Salonen
Ljósmyndari: Panu Salonen
Ljósmyndari: Panu Salonen