• 10/12/2023

  Þann 8. desember fór fram málþing um samstarf ferðaþjónustu og safna, safnvísa, setra og sýninga. Að málþinginu stóðu Félag íslenskra safna og safnafólks, Safnafræði við Háskóla Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar.

  Málþingið fór fram á Þjóðminjasafninu, þar voru flutt fróðleg erindi og áhugaverðar og fjörugar umræður fóru fram meðal viðstaddra. Vel var mætt bæði í sal og streymi, en hægt er að nálgast upptöku af málþinginu hér fyrir áhugasöm: https://www.youtube.com/watch?v=ypVrqtl0L0k

  Það er okkar von að málþingið hafi aðeins verið upphafið að auknu samstarfi milli ferðaþjónustu aðila og safnageirans.

   

   

   

   

   

  Skipuleggjendur málþingsins Aníta Elefsen – formaður FÍSOS, Guðrún D Whitehead – lektor í safnafræði og Jóhannes Þór Skúlason – framkvæmdarstjóri SAF