• 04/10/2023

    Nú er fjörið að bresta á!

    Hér má finna allar helstu upplýsingar fyrir Farskólann 2023, dagskrá, hópaskiptingu og ferða upplýsingar! Við hlökkum til að sjá ykkur!

    Athugið, ef það er eitthvað sem þið eruð að velta fyrir ykkur má hafa samband við Cecile Cedet Gaihede, farskólastjóra.

     

    Flug: Keflavík – Amsterdam – Keflavík

    Þátttakendur koma sér sjálfir til og frá flugvelli innanlands, en rútur taka á móti okkur í Amsterdam og fara með okkur aftur á flugvöllinn við heimferð. 

    • Brottför á flugi frá Keflavík er kl. 07:40 þriðjudaginn 10. október
    • Brottför á flugi frá Amsterdam er kl. 13:10 föstudaginn 13. október

    Hótel & staðsetning

    Hótelið okkar, Mövenpick Hotel Amsterdam City Centre er staðsett miðsvæðis í borginni og nálægt Centraal Station. Hægt er að fara fótgangandi á ýmis söfn, en einnig er lestarkerfi borgarinnar mjög gott og einfalt. 

    Samgöngur 

    Þátttakendur á Farskóla eru sjálfir ábyrgir fyrir samgöngum á meðan dvölinni stendur, að undanskildum ferðum til og frá flugvelli. 

    Milli einhverra staða má ganga, svo er einnig hægt að nýta lestar, tramma og strætó.

    Við mælum með að nota vefsíðuna eða appið frá NS til að finna hentugustu ferðir á milli staða: https://www.ns.nl/en
    Hægt er að hlaða appinu niður í símann sinn hér: https://www.ns.nl/en/travel-information/ns-app 

     

    Dagskrá og vinnustofur

    Hér má sjá dagskrá Farskólans Dagskrá

    Hér má sjá lista yfir skráða þátttakendur í vinnustofum Heimsoknir-2023

    Hér má sjá lista yfir hópastjóra Hópstjórar 

    Við hvetjum þátttakendur til að annað hvort vista upplýsingarnar í símana sína, eða prenta út fyrir brottför. Gott er að undirbúa sig fyrir hvern dag; skoða hve langan tíma tekur að komast á fyrsta áfangastað og hve langt er á milli safna. Er það bara stuttur göngutúr eða þarf að finna út hvaða lestir þarf að taka? 

    Við biðjum fólk líka að skoða vel hvenær eru matarhlé og í einhverjum tilfellum gæti verið gott að vera með smá nesti.

     

    ICOM kort

    Það er mjög mikilvægt að allir ICOM félagar muni að hafa félagsskírteinin sín meðferðis. Þau veita ókeypis aðgang að flestum söfnum og víða erum við búin að bóka miða fyrir hópana, með tilliti til hve margir eru ICOM félagar og ekki. Á sumum söfnum mun þurfa að framvísa skírteinunum. 

     

    Samfélagsmiðlar og myllumerki

    Það væri gaman ef við sameinuðumst öll um að festa minningar ferðarinnar á filmu og deila á samfélagsmiðlum. Myllumerki (hastagg) farskólans er einfaldlega #farskóli2023 – og ef við notum myllumerkið þá safnast myndir og myndbönd okkar allra á einn stað, sem er rosalega skemmtilegt!

    Svo má líka gjarnan merkja @safnagrammid á Instagram myndum og í story. 

    Allir þátttakendur Farskólans ættu að hafa aðgang að Fésbókarhópnum Farskóli í Amsterdam – þar getum við átt samskipti hvort við annað, skellt inn upplýsingum, spurningum eða hverju sem er.