• 14/08/2023

  Kæra Safnafólk,

  Við vonum að þið hafið gefið ykkur tíma til að skoða dagskrá Farskólans vel síðustu daga. Hægt er að finna hana hér: https://safnmenn.is/2023/08/05/dagskra-farskolans-2023/

  Við mælum eindregið með að þið hafið PDF skjalið opið á meðan þið farið í gegnum skráningarferlið. Það eru fjöldatakmarkanir í sumar heimsóknir og ef safn birtist ekki í skráningarblaðinu er það vegna þess að hámarksfjölda hefur verið verið náð.

  Þegar þið veljið á 3. degi (Den Haag, Leiden eða Rotterdam) er mikilvægt að velja rétta borg í fyrstu tilraun þar sem ekki er hægt að afhaka og fara tilbaka þegar búið er að velja safn.

  Skráningarhlekkurinn er hér: https://forms.gle/VeJcVVBjpXvza3nY6

  Skráningu mun ljúka sunnudaginn 20. ágúst!