Nafn: Svavar Skúli Jónsson
Safn: Grasagarður Reykjavíkur
Staða: Garðyrkjufræðingur
Hvað er í gangi á þínu safni þessa dagana?
Það er fullt af viðburðum í gangi; fræðsluganga um garðtré og runna var í þessari viku, uppáhaldsfjölæringarnir hennar Gurrýjar í næstu viku ásamt föstum liðum eins og hádegisgöngunum okkar á föstudögum, Loftslagslabbinu og svo Lífveruleit og Landkönnun fyrir yngri safngesti. Svo er ég á fullu í sumarklippingum á safngripum og auðvitað eilífri arfareytingu alla daga!
Hvað kom til að þú fórst að vinna á safni?
Ég byrjaði sem verknámsnemi úr Garðyrkjuskólanum hér fyrir nokkrum árum og get ekki hugsað mér að vinna annarsstaðar!
Hvað finnst þér skemmtilegast við safnastarfið?
Móttökur og miðlun.
Geturðu nefnt einhverja eftirminnilega uppákomu í starfinu?
Þegar ég var með fræðslugöngu um ilmandi plöntur. Það var rosalega skemmtileg ganga og gaman að undirbúa hana.
Hver er þinn uppáhalds safngripur?
Nákvæmlega núna er það gullbráin í safndeild íslensku flórunnar. Hún er ótrúlega falleg þessa dagana. Þessi planta er algeng á Íslandi en er víða útdauð eða í útrýmingarhættu í Evrópu vegna nýtingar lands og framræslu votlendis.
Hvað er eftirminnilegasta safnið sem þú hefur heimsótt (fyrir utan það sem þú starfar á)?
Náttúruminjasafnið í París (Muséum national d‘Histoire naturelle) sem er við grasagarðinn í París.