Það eru 6 laus pláss í farskóla safnmanna sem haldinn verður í Amsterdam dagana 10.-13. okt. 2023.
Til að tryggja ykkur þessi pláss þarf að senda póst á Cecilie farskólastjóra á netfanginu ccg@kopavogur.is. Pósturinn þarf að innihalda fullt nafn, kennitölu, símanúmer og netfang.
Fyrst koma fyrst fá!
Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um farskólann og verð. Dagskráin er einnig að verða tilbúin og við hlökkum mikið til að deila henni með ykkur, en það er ljóst að þetta verður bæði fróðleg og stórskemmtileg ferð!
Farskóli safna og safnafólks verður haldinn í hinni margrómuðu safnaborg Amsterdam og nágrenni hennar. Í Amsterdam er að finna stórkostleg söfn, sögu, síki, blóm, bjór og fjölbreytileika. Hollendingar eru þekktir fyrir hugrekki í safnamálum og við getum eflaust læra margt af kollegum okkar.
Úrval Útsýn mun sjá um að koma farskólanemum á áfangastað. Við gistum öll á sama hóteli sem heitir Movenpick og er fjögurra stjörnu hótel í hjarta Amsterdam. Fjöldi þátttakenda takmarkast við 120 manns. Félagsfólk FÍSOS hefur forgang í ferðina og bókast hún í samræmi við eftirfarandi tilboð.
Kostnaður:
Flug og gisting (greitt til Úrval Útsýn)
Tvíbýli með morgunmat 165.200 kr. á mann.
Einbýli með morgunmat 192.200 kr. á mann.
Innifalið er flug fram og til baka með fararstjórn, flugvallagjöld og skattar, innrituð ferðataska og handfarangur af minnstu gerð, gisting í þrjár nætur með morgunverði og akstur til og frá hóteli.
Ekki er víst að hægt verði að koma til móts við allar óskir um gistingu en við munum gera okkar besta!
Farskólagjald (greitt til FÍSOS vegna árshátíðar og safnheimsókna)
Athugið að farskólagjald verður að hámarki 40.000 kr. á mann, til viðbótar við kostnað vegna flugs og gistingar. Inni í því er t.d. skipulögð dagskrá, vettvangsferðir og fleira. Gjaldið þarf að greiða í september 2023.
Allar nánari upplýsingar veitir Cecilie Gaheide á ccg@kopavogur.is.