• 22/06/2023

   

  Nafn: Gunnar Smári Rögnvaldsson

  Safn: Byggðasafn Vestfjarða

  Staða: Gæslumaður á safni

   

  Hvað er í gangi á þínu safni þessa dagana?

  Nú eru skemmtiferðarskipin kominn í fullan gang svo alltaf nóg af fólki, oft skipulagðar rútuferðir eða gönguhópar sem koma þá í stórum hópum inn á safnið yfir daginn.

   

  Hvað kom til að þú fórst að vinna á safni?

  Var aðallega að leita af vinnu yfir sumar með náminu, fýla mikið sagnfræði svo fannst það að vinna á safni hljóma vel og hef þá unnið þar öll sumur síðan þar sem ég er alveg að fýla mig í þeirri vinnu.

   

  Hvað finnst þér skemmtilegast við safnastarfið?

  Mér finnst langskemmtilegast að tala við gesti um safnmuni og sögu Íslands og einnig að svara spurningum sem gestir hafa, hvort sem það er tengt sögu Vestfjarða sem við erum að sýna eða bara almennt.

   

  Geturðu nefnt einhverja eftirminnilega uppákomu í starfinu?

  Ég man ansi vel eftir fólki sem hefur komið og alltaf gaman að sjá fólk koma aftur. Ég man sérstaklega vel eftir einum gesti sem stoppaði við í alveg 3 klukkutíma eða meira og mikið af því var aðallega bara ég og hann að tala um sögu Íslands og Vestfirði. Hann er víst prófessor úti og ég er enn í samskipti við hann því honum fannst bara saga Vestfjarða vera það mögnuð en gat ekki stoppað og talað lengur.

   

  Hver er þinn uppáhalds safngripur?

  Smá erfitt að velja uppáhalds, ég fýla mikið af því sem við erum með úti eins og klippurnar frá þorskastríðunum þar sem mér finnst það frekar spennandi tímabil og erum með Breskt kort frá 1953 inni sem er um þennan tíma. En held að ég myndi segja að sjóklæðin væru orðin uppáhalds eins og er þar sem ég hef verið að tala um þau mjög mikið nýlega. Annars er gamli National afgreiðslukassinn alltaf flottur

   

  Hvað er eftirminnilegasta safnið sem þú hefur heimsótt (fyrir utan það sem þú starfar á)?

  Hef ekki ferðast mikið utan Íslands en það sem mér fannst eftirminnilegasta safn sem ég hef heimsótt er byggðasafn rétt við Tallinn í Eistlandi, heitir Sassi-Jaani talu, Leigarid tantsivad eða bara Eistnenska útisafnið. Hrikalega flott opið svæði með gömlum miðaldrar byggingum og hefði verið til að fá meiri tíma þar til að skoða allt en náði bara að skoða svona ⅔ af svæðinu.