• 20/06/2023

    Nú nýverið opnaði FÍSOS vefinn www.söfn.is. Þar er listi yfir söfn, setur og sýningar á Íslandi, sem hægt er að heimsækja og skoða. Hægt er að skrá sig inn á vefinn og merkja við þá staði sem fólk hefur heimsótt og þá um leið sést hverja á eftir að skoða. Á Íslandi er ótrúlega fjölbreytt flóra safna um allt land. Hér má finna yfirlit yfir söfn, setur og sýningar Íslands og þú getur athugað hversu mörg þú hefur heimsótt og hver þú átt eftir! Við hvetjum þig síðan til að setja þér markmið og safna eins mörgum söfnum og þú mögulega getur.

    Vefurinn er í eigu FÍSOS (Félags íslenskra safna og safnmanna) og ábyrgðaraðili er Dagrún Ósk Jónsdóttir, ef það vantar safn, setur eða sýningu sem hægt er að heimsækja í sumar á listan, endilega láttu mig vita og sendu póst á doj@hi.is, eins ef einhverjar sýningar á listanum eru lokaðar.

    Endilega takið myndir þegar þið heimsækið söfn í sumar og merkið með #söfnumsöfnum

    Ef einhverjum hefur tekist að heimsækja öll söfnin, má endilega senda okkur póst og láta vita!

    Góða skemmtun og gangi ykkur vel!