Könnun á stöðu safna á Íslandi
Send hefur verið út könnun um stöðu safna á Íslandi. Vegna mikillar umræðu um stöðu menningar- og safnamála víða um land fannst okkur mikilvægt að senda út smá könnun um stöðu safna á Íslandi og stuðning stjórnvalda við þau.
Ætlunin er að reyna að fá heildstæða mynd af því hvort breytingar séu að verða á stöðu íslenskrar safna í þessu tilliti. Upplýsingar gætu þá nýst í hagsmunabaráttu safnanna.
Könnunin hefur verið send á safnstjóra í tölvupósti, þar sem best er að eitt svar berist frá hverju safni. Könnunin samanstendur af þremur krossaspurningum og sex opnum spurningum. Ekki tekur langan tíma að svara henni, að hámarki 10 mínútur. Athugið að það er ekki skylda að setja inn nafn safnsins.
Ábyrgðarmaður könnunarinnar er Dagrún Ósk Jónsdóttir verkefnisstjóri FÍSOS, hægt er að hafa samband við hana beint á doj5@hi.is.
Við þökkum þeim sem hafa svarað könnuninni og langar að hvetja þau sem eiga það eftir til að svara, en það er gífurlega mikilvægt að sem flest svör fáist. Ef einhver hefur ekki fengið könnunina senda má gjarnan hafa samband til að fá slóðina.