• 02/02/2023

    ATHUGIÐ! Fullbókað er orðið í Farskólann í Amsterdam 2024. Ekki er hægt að tryggja þeim sem skrá sig héðan af pláss í ferðinni.

    Kæra safnafólk.

    Farskólastjórn minnir á skráningu í Farskóla FÍSOS sem fer fram í Amsterdam 10.-13. okt. 2023. Það eru einungis fjögur sæti laus í ferðina og enn er tækifæri til að skrá sig eða til og með sunnudagsins 5. febrúar. Hægt er að skrá sig hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSd3mX0jnoxK4L_N4grNcJPRzmLeyr4uUXv1ScQnS1PJlhLVdQ/viewform?fbclid=IwAR1y6hVdxrg_gDxU1FXGLVZCWDMfbIAqQwMwNL-ioaqYEQZjHR1YhrvU9nE

    Við viljum einnig upplýsa ykkur um að kr. 40.000 farskólagjald sem áður var auglýst er áætlaður hámarkskostnaður og mun að öllum líkindum lækka þegar við höfum fengið niðurstöðu um styrkveitingu úr safnasjóði. Innifalið í þessari upphæð er ferðakostnaður í Hollandi, aðgangur að söfnum, veitingar á árshátíð, leiga á sal o.fl.

    Einnig ber að taka fram að þátttaka í Farskóla er einungis í boði fyrir þá sem skrá sig í þann pakka sem hér er boðið upp á í gegnum Úrval Útsýn. Dagskrá ferðarinnar miðar við þátttökufjölda upp á 120 manns að hámarki. Því verður ekki hægt að greiða farskólagjald en útvega flug og gistingu á eigin vegum.

    Þau sem hafa skráð sig í Farskólann munu fá staðfestingarpóst frá Úrval Útsýn í næstu viku ásamt greiðsluhlekk vegna staðfestingargjalds. Upplýsingar um möguleika varðandi framlengingu ferðar munu einnig berast í kjölfarið.

    Kveðja frá farskólastjórn