• 16/01/2023

    Samtök um söguferðaþjónustu (SSF), í samstarfi við Íslandsstofu og Félag íslenskra safna og safnamanna (FÍSOS), bjóða til málþings í Grósku, Bjarkargötu 1, föstudaginn 20. janúar kl. 9.30-12.00. Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis.

    Dagskrá:

    • 09.30   Ávarp
      Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri, Menningar- og viðskiptaráðuneytinu

    • 09.45   Íslandsstofa og stafræn markaðssetning menningarferðaþjónustu
      Ísak Kári Kárason, fagstjóri vefmála hjá Íslandsstofu

    • 10.00    Framtíðin: upplifanir og ævintýri
      Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur

    • 10.20    Að móta áfangastað
      Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Rauðukamba (Fjallaböðin)

    • 10.40    Kaffihlé með veitingum

    • 11.00    Hús íslenskunnar – nýr áfangastaður
      Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar

    • 11.20    Með söguna í vasanum; nýjar leiðir til miðlunar menningararfs
      Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar

    • 11.40    Ferðast um víddir tímans: minjar, landslag og ferðamenn
      Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur

    • 12.00    Málþingi slitið

    Húsið opnar kl. 9.00

    Boðið verður upp á léttar veitingar og er fólk því beðið að skrá sig á viðburðinn á slóðinni hér: https://www.islandsstofa.is/vidburdir/nyskopun-og-taekifaeri-i-soguferdathjonustu-a-islandi