• 05/07/2022

    FÍSOS hefur ráðið verkefnastjóra til starfa fyrir félagið. Unddirritaður hefur verið samningur við Dagrúnu Ósk Jónsdóttur, sem mun sinna hlutastarf til eins árs, og mun hún sinna fjölbreyttum verkefnum er snúa að því að vekja skipulega athygli á starfsemi íslenskra safna og mikilvægi þeirra í samfélaginu auk ýmissa annarra verkefna í þágu FÍSOS.

    Dagrún Ósk Jónsdóttir er frá Ströndum en búsett í Reykjavík. Hún lauk nýverið doktorsprófi í þjóðfræði en hefur unnið að margvíslegum verkefnum meðfram náminu, sem tengjast til dæmis ferðaþjónustu, sýningagerð, fyrirlestrahaldi, kynningarmálum og viðburða- og verkefnastjórnun. Dagrún hefur einnig starfað þó nokkuð í safnageiranum og hefur í 6 ár haldið úti Náttúrubarnaskólanum við Sauðfjársetur á Ströndum, auk þess sem hún hefur tekið þátt í miðlunar- og rannsóknarstarfi safnsins, sett upp sýningar á öðrum söfnum, tekið þátt í fjölbreyttum samstarfsverkefnum, Farskólanum og núna nýverið, verið verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins.

    Stjórn FÍSOS býður Dagrúnu Ósk hjartanlega velkomna til starfa!