• 08/11/2020
    Kvistur 7 tbl. – Safnfræðsla sem fag og hreyfiafl

    Nýjasta tölublað Kvists er komið út. Þeir félagar sem greitt hafa félagsgjöld fá eintak af blaðinu. Blaðið var sent með bréfpósti til félagsmanna nú í lok október 2020 en eintök af blaðinu eru einnig til sölu í Bóksölu stúdenda á Háskólatorgi.

    Eitthvað hefur verið um að heimilisföng félgasmanna voru röng í félagatali og hafa þau blöð sem félaginu hafa verið endursend verið send á ný til félagsmanna með réttum heimilisföngum.

    Efst á baugi í sjöunda tölublaðinu er safnfræðsla safna á Íslandi:
    ◾ Fjallað um eftirtektarverð fræðsluverkefni sem eru í gangi, þróunarstarf sem komið er vel á veg og rannsóknir á safnfræðslu.
    ◾ Fjallað er um áhrif Covid 19 á safnastarf.
    ◾ Umfjöllun er um nýju safnaskilgreiningu alþjóðaráðs safna, ICOM, og viðtal við Jetta Sandahl.
    ◾ Íslensku safnaverðlaunin 2020.
    ◾ Sýningarrýni.
    ◾ Fréttir úr safnaheiminum.

    Stjórn FÍSOS færir ritstjórn Kvists, Þóru Sigurbjörnsdóttir, ritstjóra, Sigrúnu Kristjánsdóttur, Ágústu Kristófersdóttur, Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni, Ingunni Jónsdóttur og Gunnþóru Halldórsdóttur bestu þakkir fyrir þeirra ómetanlega framlag við að setja saman fróðlegt, faglegt og skemmtilegt blað sem dregur fram það mikla starf og ábyrgð sem safnastarfið er.

    Ef einhver dráttur verður á að blaðið berist félagsmönnum í hendum er þeim bent á að hafa samband við stjórn félagsins, stjorn@safnmenn.is