• 14/08/2020

    ÁRÍÐANDI tilkynning – Farskóli 2020 í Vestmannaeyjum – AFLÝST

    Kæru félagsmenn,

    Nú þann 13. ágúst sl. fundaði stjórn FÍSOS ásamt stjórn farskólans 2020. Í ljósi hertra aðgerða Almannavarna undanfarnar vikur var það samhljóða niðurstaða fundarmanna að aflýsa fyrirhuguðum farskóla félagsins sem átti að halda í Vestmannaeyjum 23.-25. september nk. Stjórn FÍSOS þakkar Herði Baldvinssyni, forstöðumanni Sagnheima, fyrir góðan undirbúning fyrir farskólann en félagið fær að eiga hans góða heimboð inni.

    Það er okkar skylda, líkt og allra landsmanna, að virða samfélagssáttmálann og sýna samfélagslega ábyrgð í verki og í því ljósi er farskólanum aflýst árið 2020. Við erum öll almannavarnir áfram.

    En ekki örvænta, kæru félagsmenn! Gripið hefur verið til mótvægisaðgerða og er nú í burðaliðnum undirbúningur FJARskóla með notkun hins víðfræga alheimsnets.

    FJARskólastjórn 2020 mun nú setja saman nokkrar rafrænar vinnustofur sem félagið mun standa fyrir ásamt safnaráði og Safnafræði Háskóla Íslands. Hinar rafrænur vinnustofurnar munu fara fram í lok september en nánari dagskrá og fyrirkomulag verður auglýst síðar.

    Við munum því hittast við hið stafræna borð nú í haust og fræðast og ræða saman með hjálp fjarfundabúnaðar.

    Aðalfundur félagsins verður svo haldinn 8. október nk. en frekari upplýsingar um fyrirkomulag hans mun berast á næstu dögum. Honum verður streymt en ef aðstæður leyfa þá verður einnig boðið í sal í Reykjavík.

    Ekki gleyma að síðan eiga félagsmenn von á glóðvolgu eintaki beint úr prentsmiðjunni af Safnablaðinu Kvisti inn um lúguna hjá sér um mánaðarmótin september/október en blaðið er stútfullt af fræðandi og skemmtilegum greinum sem göfga andann og létta lund.

    Blásið verður á ný til farskóla félagsins á haustmánuðum 2021 og verður þá nú aldeilis gaman, enda sannast hið fornkveðna að maður er manns gaman!

    Bestu kveðjur og njótið vel það sem eftir lifir sumars. Spennandi haust framundan og vonandi veirulaus vetur.

    Stjórn FÍSOS og Farskólastjórn 2020.