• 25/02/2020

  Fréttatilkynning
  Íslandsdeild ICOM, FÍSOS og safnaráð boða til almenns fundar miðvikudaginn 4. mars kl. 9.30, í Sjóminjasafninu í Reykjavík, þar sem til umfjöllunnar verður hin nýja safnaskilgreining ICOM.
  Hin nýja safnaskilgreining var kynnt á aðalfundi Alþjóðráðs safna sem haldinn var í Kyoto í september 2019. Niðurstaða fundarins var að fresta kosningu um skilgreininguna og kalla eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um innhald skilgreiningarinnar.
  Jette Sandahl, formaður nefndar um hina nýja safnaskilgreiningu, hefur þegið boð Íslandsdeildar ICOM, FÍSOS og safnaráðs að flytja erindi á fundinum og skýra út þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað og hvert er markmið núverandi vinnuhóps um efnið.
  Það er mikill fengur fyrir félagsmenn ICOM og FÍSOS að fá Jette til landsins og ræða um hvort og hvaða áhrif hin nýja skilgreining hefur á safnastarf á Íslandi. Einnig að koma með ábendingar og tillögur að úrbótum.
  Undirbúningsnefnd fundarins hvetur alla félagsmenn og þá sem hafa áhuga á starfi safna á Íslandi til að fjölmenna á fundinn.
  Fundardagskrá
  kl. 9.30 – Guðný Dóra Gestsdóttir, formaður Íslandsdeildar ICOM býður fundargesti  velkomna.
  kl. 9.35 – Fundarstjóri – Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur.
  kl. 9.40Erindi – Jette Sandahl, formaður nefndar um hina nýju safnaskilgreiningu
  kl. 10.10 – Pallborðsumræður – hver fulltrúi í pallborði leggur fram sína sýn á hina nýju safnaskilgreiningu.
  Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, doktorsnemi í safnafræði
  Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri
  Margrét Hallgrímsson, þjóðminjavörður
  Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor, safnafræði H.Í.
  kl. 11.00 – Kaffi
  kl. 11.15 – Umræður
  kl. 12.00 – Fundi slitið
  Fundurinn verður tekin upp. Fundurinn mun fara fram á ensku.
  Með kærri kveðju,
  Guðný Dóra Gestsdóttir, formaður Íslandsdeildar ICOM
  Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri safnaráðs
  Helga Maureen Gylfadóttir, formaður FÍSOS