• 06/12/2019

  EKKI LÁTA ÞETTA TÆKIFÆRI FRAMHJÁ ÞÉR FARA!

  FÍSOS sótti í safnasjóð styrk til að greina þær kynningarleiðir sem söfnum standa til boða og meta virkni þeirra með það að markmiði að söfn geti með markvissari hætti nýtt það fé sem ætlað er til kynningarmála. FÍSOS fór í samstarf við Íslandstofu um greiningu á efninu og vann Katarzyna Moi verkefnið. Félagsmenn fengu þessa greinagerð senda í pósti (okt. 2018) en hún er einnig aðgengileg á heimasíðu félagsins.
  Næst er að læra að beita þeim aðferðum sem koma fram í greinagerðinni og efnir því FÍSOS til þessa dagsnámskeiðs í samstarfi við Hugsmiðjuna:

  Samfélagsmiðlun sem virkar
  Náðu forskoti með mikilli útbreiðslu og lægri kostnaði en með hefðbundinni markaðssetningu. Samfélagsmiðlarnir eru staðirnir – þar er fólkið, þar eru tækifærin!


  Markhópur: Félagsmenn FÍSOS
  Staðsetning: Hugsmiðjan – Snorrabraut 56, 101 Reykjavík
  Tími og dagsetning: Miðvikudaginn 18. desember 2019 kl.9:30-16:00

  • 9:30 – 12:00 – námskeið
  • 12:00 – 13:30 – hádegismatur á eigin vegum
  • 13:30 – 16:00 – námskeið

  Athugið! Þetta er dagsnámskeið og því mikilvægt að nemendur geta tekið þátt allan daginn – t.a.m. ekki bara fyrir eða eftir hádegi.
  Leiðbeinandi: Námskeiðið er á vegum Hugsmiðjunnar og er kennari Margeir S. Ingólfsson.
  Síðasti dagur skráningar – föstudagur 13. desember 2019
  Hámarksfjöldi: 25 þátttakendur
  Kostnaður: ENGINN fyrir FÍSOS félaga ( alla jafna kostar námskeiði 49.900 kr.)
  Skráning hér: https://forms.gle/bYMezSYkHbJgCJc2A

  Frekari upplýsingar um námskeiðið:

  • Hvernig nota á samfélagsmiðla rétt
   Komast þarf upp úr þeim hjólförum að nota samfélagsmiðlana eins og aukaafurð við hefðbundna kynningu og miðlun. Samfélagsmiðlarnir eru staðirnir – þar er fólkið, þar eru tækifærin.
  • Auglýsingakerfi Facebook
   Meðal þess fjölmarga sem tekið er fyrir er hið umdeilda en gríðar öfluga auglýsingakerfi Facebook og Instagram og sýnt er hvernig við getum nýtt það okkur í hag. Þá er farið ítarlega í tölfræðina en rétt beiting hennar er lykilatriði til að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki.
  • Ávinningur þátttakenda
   Kynnast nýjum möguleikum í markaðssetningu í gegnum samfélagsmiðla.
   Kynnast eiginleikum og tækifærum helstu miðla.
   Farið yfir dæmi um notkun á samfélagsmiðlum sem eru til fyrirmyndar.
   Læra að setja upp herferðir og lesa úr árangri þeirra þannig að fjármunir nýtist sem best.
   Kynnast því hvernig betra efni er framleitt  fyrir samfélagsmiðla.
   Læra að nýta sérhæfða en gríðarlega öfluga möguleika samfélagsmiðla í öllu markaðsstarfi.
   Og margt fleira …

  Greinagerðin:
  FÍSOS – PRESENCE ONLINE
  Söfn á Íslandi – Markaðsgreining og aðgerðaáætlun til að auka sýnileika á netinu.