• 20/10/2019

    Nýjasta tölublað Kvists er komið út! Þeir félagar sem greitt hafa félagsgjöld fá eintak af blaðinu. Blaðinu var dreift á Farskóla FÍSOS 2019 á Patreksfirði og nú mánudaginn 14. október sl. var blaðið sent með bréfpósti til annarra félagsmanna og annarra áskrifanda. Þá verða eintök af blaðinu til sölu í Bóksölu stúdenda á Háskólatorgi.

    Efst á baugi í sjötta tölublaðinu eru söfn og umhverfi:

    • Fjallað er um aðgerðir og áskoranir safna í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
    • Blaðið inniheldur einnig umfjöllun um nýja safnaskilgreiningu alþjóðaráðs safna, ICOM.
    • Fjórir safnamenn líta um öxl á 30 ára afmæli Farskóla safnamanna.
    • Rýnt er í nýútkomnar bækur, Sögu listasafna á Íslandi og 130 verk úr safneign Listasafns Íslands og sýningarnar Vatnið í Náttúru Íslands og Sölva Helgason og William Morris.

    Stjórn FÍSOS  færir ritstjórn Kvists, Ingu Láru Baldvinsdóttur, ritstjóra, Sigrúnu Kristjánsdóttur, Ágústu Kristófersdóttur, Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni,og Ingunni Jónsdóttur, bestu þakkir fyrir þeirra ómetanlega framlag við að setja saman fróðlegt, faglegt og skemmtilegt blað sem dregur fram það mikla starf og ábyrgð sem safnastarfið er.
    Ef einhver dráttur verður á að blaðið berist félagsmönnum í hendum er þeim bent á að hafa samband við stjórn félagsins, stjorn hjá safnmenn.is