• 10/10/2019

  Uppsetning gripa á sýningum getur verið vandasamt verk.  Bæði þarf að huga að fagurfræðilegri uppsetningu gripsins sem og hvað er honum fyrir bestu þegar kemur að varðveislu.
  Á námskeiðinu, sem er bæði bóklegt og verklegt, verður farið yfir þau atriði sem hafa áhrif á varðveislu safngripa á sýningum, svo sem val sýningarskápa, efni í uppsetningu, raka-og hitastig, umhverfi, birtuskilyrði, hvaða gripir eiga saman o.s.frv. Kennt verður að búa til einfaldar uppsetningar (montering) fyrir ólíka safngripi úr mismunandi efnum.
  Markhópur: Starfsmenn safna og aðrir félagsmenn FÍSOS sem setja upp sýningar með safngripum.
  Staðsetning: Kornhúsið, Árbæjarsafni, Kistuhyl 4, 110 Reykjavík.
  Tími og dagsetning: föstudaginn 15. nóvember 2019, kl. 9:00 – 16:00.
  Leiðbeinendur: Nathalie Jacqueminet, forvörður og safnafræðingur ásamt Ingibjörgu Áskelsdóttur forverði og safnafræðingi.

   


  Dagskrá
  Kl.09:00-10:00
  Fagurfræðileg uppsetning safngripa og varðveisluskilyrði: vinnuferlar og samtöl.
  kl.10:00-10:15 Kaffi og umræður.
  kl.10:15-11:15 Umgjörð sýninga: val á skápum, efni, lýsing, umhverfiskilyrði og öryggi gripa.
  kl.11:15-12:15 Rýnt í uppsetningu gripa á sýningunni Hjúkrun í 100 ár á Árbæjarsafni.
  kl.12:15-13:00 Hádegisverður.
  kl.13:00-16:00 Gerð uppsetninga. Þáttakendur læra að búa til nokkrar mismunandi tegundir af uppsetningum fyrir ólíka gripi. Sýnikennsla og æfing.
  Hámarksfjöldi þátttakenda: 12 manns
  Verð: kr.9.500
  Innifalið: efni, verkfæri, hádegisverður og kaffi
  Skráning hér: https://forms.gle/iv2eJPg5M9adPTwb8
  Skráningarfrestur er til 5. nóvember 2019


  Greiðsluseðill verður sendur að skráningu lokinni og námskeiðið greiðist fyrirfram.
  Spurningar sendist á Ingibjorg.Askelsdottir@reykjavik.is eða nathalieforvordur@gmail.com
  Námskeiðið er styrkt af safnasjóði og Borgarsögusafni Reykjavíkur.