Formenn ICOM, Guðný Dóra Gestsdóttir, og FÍSOS, Helga Maureen Gylfadóttir funduðu í dag með Baldri Þóri Guðmundssyni, sérfræðingi á skrifstofu menningarmála hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Baldur tók við þeim málaflokki sem áður var á könnu Eiríks Þorlákssonar sérfræðings í ráðuneytinu. Á meðal verkefna Baldurs er það sem snýr að söfnum á Íslandi og fannst því formönnum félagana mikilvægt að kynna fyrir honum starf félaganna.
ICOM og FÍSOS óska Baldri farsældar í nýju starfi og hlakka félögin til enn frekari samstarfs við ráðuneytið við að efla enn frekar starf safna á Íslandi.