• 18/12/2018

     

    Þátttakendur í vinnstofu NEMO í desember 2018 í London.

    NEMO býður félagsmönnum reglulega til funda víðsvegar um Evrópu, sem þau nefna vinnustofur safnmanna eða Learning Exchange. FÍSOS er félagi í NEMO og geta félagsmenn  FÍSOS sótt þessa fundi.  Þeir sem hafa áhuga fá uppáskrifað frá stjórn FÍSOS um að þeir séu gildandi félagsmenn og senda svo umsókn til NEMO um ósk að taka þátt í vinnstofu. NEMO greiðir að jafnaði hverjum þátttakenda 600 evrur í ferðar- og dvalarkostnað.
    Dagana 6.-7. desember 2018 var haldin vinnustofa NEMO í London sem bar yfirskriftina  Museums and Social Impact . Ingibjörg Áskelsdóttir sótti þessa vinnustofu og hér eftir fylgir frásögn hennar og upplifun af þessum fundum. FÍSOS þakkar Ingibjörgu kærlega fyrir og hvetur aðra félagsmenn að nýta sér þessar vinnustofur sem best.
    Greinargerð eftir Ingibjörgu Áskelsdóttur
    Þáttakendur:

    1. Vanessa Braekeveld – ICOM Belgium Flanders
    2. David Vuillaume – German Museums Association
    3. Lana Karaia – Georgian Museums Association
    4. Alexandre Chevalier – ICOM Belgium Wallonia/Brussels
    5. Just Flemming – Association of Danish Museums
    6. Ingibjörg Áskelsdóttir – Icelandic Museums Association
    7. Sarah Campbell – Victoria and Albert Museum

    Fimmtudagurinn 6. desember 2018
    10.15-11.45
    Hópurinn var boðin velkomin af Sharon Heal, formanni bresku safnasamtakanna.  Hún sagði okkur frá miklum breytingum sem orðið hafa á samtökunum síðan hún tók við árið 2014.  Unnin var þarfagreining á söfnunum og miklu breytt, sérstaklega hvað varðar það hvernig samtökin þjónusta sína félagsmenn.
    Spurningin var:  hver og hvernig þurfum við að vera til þess að sinna okkar félagsmönnum sem best?  Út úr þeirri vinnu kom slagorðið: Museums change lives, sjá allt um það hér: https://www.museumsassociation.org/museums-change-lives

    Museums Association UK

    12.00 -13.30
    Sarah Briggs frá bresku safnasamtökunum sagði okkur frá verkefnunum Collections 2030 og The Esmée Fairbairn Collections FundCollections 2030  snýst um að rýna í safnkost safna og skoða hverni hægt er að nota hann sem best í þágu almennings.  Hvernig á að sýna safnkostinn þannig að hann tengist safngestinum sem best, hverju á að safna, decolonasation of collections og hverju má farga.  Tekið verður viðtal við fjöldan allan af safnafólki við framkvæmd verkefnisins, og árið 2013 verður svo gefin út skýrsla og niðurstöður.  Sjá hér: https://www.museumsassociation.org/collections/09052018-collections-2030
    The Esmée Fairbairn Collections Fund er sjóður sem styrkir hin ýmsu verkefni sem tengjast nýtingu safnkosts á söfnum í þágu gesta með áherslu á félagsleg verkefni, sjá hér. 
    15.00 – 17.30
    Heimsókn á The Wellcome Collection.  Henry Wellcome var læknir sem efnaðist mikið á töfluframleiðslu.  Hann ferðaðist mikið um heiminn og safnaði ýmsu sem tengist lækningum og læknamætti. Hluti sjóðsins fer nú í að reka starfsemi í húsinu, en þar eru sýningarsalir, lesherbergi, bókasafn, vinnustofur, verslun og veitingastaðir.
    Fyrst var farið í leiðsögn um sýninguna Living with buildings sem fjallar um umbætur á húsakosti í Bretlandi frá 1900 með tilliti til heilusamlegri húsakosts.  Þegar að leiðsögninni var lokið hittum við Rosie Stanbury sem er deildastjóri Public Programmes.  Hún sagði okkur frá því hvernig The Wellcome Collection virkar, og lesa má allt um það hér: https://wellcomecollection.org/pages/Wuw2MSIAACtd3Stq
    Að því loknu skoðuðum við fleiri sýningar og lesherbergið.  Í lokin skoðuðum við svo The Hub sem er vinnurými sem lánað er út til sérstakra verkefna sem lesa má um hér: https://wellcomecollection.org/pages/Wuw2MSIAACtd3SsU

    Föstudagur 7. desember
    10.00-11.00
    Hittum Jess Turtle sem sér um The Transformer Scheme hjá samtökunum.  Verkefnið snýst um endurmenntun safnstarfsfólks, hvernig það getur unnið með þjónustu við jaðarhópa inn á söfnum.  Hér má lesa um verkefnið: https://www.museumsassociation.org/professional-development/transformers/15042014-transformers-radical-change-in-museums.  Verkefnið hljómaði sérstaklega spennandi og eitthvað sem að FÍSOS gæti nýtt.
    11.15-12.30
    Heimsókn í nýtt húsnæði The Museum of London.  Eins og er er safnið staðsett við Barbican miðstöðina, þar sem aðgangur og aðkoma er ekki skemmtileg og fælir frá.  Safnið hefur því fengið gamla Smithfield kjötmarkaðinn, sem byggður var um 1880, sem nýja staðsetnignu fyrir safnið.  Byggingin hefur ekki verið notuð í um 30 ár, og miklar endurbætur þurfa að eiga sér stað áður en hægt verður að hanna sýningar þar inn.  Áætlað er að opna 2023.  Okkur var sagt frá áformum safnins, hvernig þau hugsa sýningarnar og skoðuðum bæði jarðhæð og kjallara, sem verður aðal sýningarrýmið.  Mjög áhugavert að sjá og verður skemmtilegt að sjá safnið þegar það verður orðið að veruleika.

    13.45-15.30
    Simon Stephens sem sér um félagsaðild hjá bresku safnasamtökunum sagði okkur frá því hvernig samtökin eru hugsuð og endurbætur þar á með tilliti til félagsaðild, gestakorti, ráðstefnur ofl.  Samtökin hafa unnið að því sl. ár að einfalda öll innvið til þess að geta þjónustað sína félagsmenn sem best.  Margt áhugavert sem þar kom fram.  Þeir hafa m.a. fækkað fulltrúum í stjórn, einfaldað gjaldskránna og fækkað ráðstefnum.
    NEMO – Takk fyrir frábæra vinnustofu!