Dagana 15. og 16. nóvember 2018 sóttu Ingibjörg Áskelsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttur, fyrir hönd stjórnar FÍSOS, aðalfund og árlega ráðstefnu á vegum NEMO í Valletta á Möltu. NEMO heldur þessar ráðstefnu árlega og var þetta í 26. sinn sem hún var haldinn. Ráðstefnan bar yfirskriftina Museums out of the box! eða Söfn út fyrir boxið! og var haldin í nýja listasafni þeirra Möltubúa, MUZA, í Valletta.
Ráðstefnan var um margt áhugaverð, en áhersla hennar var að segja frá verkefnum sem færa starfsemi safna á einhvern hátt út fyrir söfnin sjálf, hefðbundin umfjöllunarefni þeirra og hvernig má ná til og vinna með jaðarhópum samfélagsins. Eyjarskeggjar hafa t.d. brugðið á það ráð að bjóða foreldrum ókeypis aðgang á söfn ef þau koma með börnin sín með sér, vegna þess að þeir sáu það að börn eyjunnar heimsóttu söfn sjaldan fyrir utan skólaheimsóknir. Hagfræðingurinn Marie Briguglio var aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, og hún reiknaði það m.a. út með hávísindalegum hagfræðiformúlum, að heimsókn á safn eykur lífshamingjuna! Mjög skemmtilegur fyrirlesari með öðruvísi nálgun. Svo komu hinir ýmsu fyrirlesarar fram og sögðu frá verkefnum sem unnin hafa verið með þessi leiðarljós að vopni.
Í lok dags var ráðstefnugestum skipt niður í vinnustofur sem unnu þá með ólík verkefni. Ingibjörg og Sigríður vinnustofuna Museums and Intangiable heritage. Þar var sagt frá verkefnum sem að hin ýmsu söfn hafa unnið með óáþreifanlegan menningararf og hvernig þau geta almennt stuðlað að varðveilsu hans. Einnig var boðið upp á leiðsagnir, siglingu og skoðunarferð um Möltu.
Lesa má frekar um ráðstefnuna hér.
Stjórn FÍSOS minnir á að öllum félagsmönnum FÍSOS stendur til boða að sækja ráðstefnur á vegum NEMO.