Þann 25. apríl 2018 var haldinn umræðufundur með frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga á höfuðborgarsvæðinu. FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði boðuðu til fundarins.
Félögin óskuðu eftir stefnu og afstöðu framboðanna til m.a. eftirfarandi spurninga er varða safnamál:
◾Hver er stefna þíns flokks/framboðs í safnamálum og hverjar eru helstu áherslur til næstu fjögurra ára? Hvar má nálgast stefnuna?
◾Hvaða hlutverki gegna söfnin í þínu sveitarfélagi?
◾Hvernig sér þinn flokkur/framboð fyrir sér tengsl ferðaþjónustu og safna í sveitarfélaginu?
◾Hvað hefur áunnist í safnamálum í sveitarfélaginu á síðastliðnum árum?
◾Hvað þarf að bæta í safnamálum í sveitarfélaginu?
Eftirfarandi svar barst frá Vigdísi Hauksdóttir, oddvita Miðflokksins í Reykjavík:
„Ég skrifa hér okkar sýn á safnamál í Reykjavík frekar en að svara einstökum spurningum.
Miðflokkurinn í Reykjavík leggur áherslu á safnamál og teljum við að söfnum í eigu borgarinnar séu býsna öflug og að þeim hafi verið sinnt vel af stjórnvöldum
Söfnin í Reykjavík skipta gríðarlega miklu máli fyrir borgina sem höfuðborg því hún ber ákveðnar skyldur sem slík. Miðflokkurinn styður þá ákvörðun sem tekin var að setja menningar og ferðamál undir sama hatt. Fulltrúar flokksins hafa þegar farið og heimsótt Menningar- og ferðamálaráð og kynnt sér starfsemi þess.
Að svo komnu máli getur Miðflokkurinn ekki haft skoðun á því hvað þarf að bæta í safnamálum þar sem hann er nýr stjórnmálaflokkur en lýsir yfir miklum vilja að hitta þá er að þessum fundi standa til að fá ráðleggingar.
Þess má geta að formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson beitti sér mjög í safnamálum þegar hann var forsætisráðherra
Með bestu kveðju, Vigdís Hauksdóttir.“
FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði þakkar góð og skýr svör.