• 22/05/2018

    Þann 25. apríl 2018 var haldinn umræðufundur með frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga á höfuðborgarsvæðinu.  FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði boðuðu til fundarins.
    Félögin óskuðu eftir stefnu og afstöðu framboðanna til m.a. eftirfarandi spurninga er varða safnamál:
    ◾Hver er stefna þíns flokks/framboðs í safnamálum og hverjar eru helstu áherslur til næstu fjögurra ára? Hvar má nálgast stefnuna?
    ◾Hvaða hlutverki gegna söfnin í þínu sveitarfélagi?
    ◾Hvernig sér þinn flokkur/framboð fyrir sér tengsl ferðaþjónustu og safna í sveitarfélaginu?
    ◾Hvað hefur áunnist í safnamálum í sveitarfélaginu á síðastliðnum árum?
    ◾Hvað þarf að bæta í safnamálum í sveitarfélaginu?
    Eftirfarandi svar barst frá Framsóknarflokknum í Reykjavík:

    • Að fara að safnalögum og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að gera vel í þessum mikilvæga málaflokki.
    • Við höfum ekki ennþá gefið út okkar stefnuskrá en stefnuskrá Framsóknarflokksins má nálgast á framsokn.is
    • Þau varðveita menningu, veita fræðslu, eru mikilvæg í ferðamannaiðnaði og margt fleira.
    • Þau tengsl eru sterk því ferðamenn heimsækja söfn.
    • Söfnum hefur fjölgað sem er mjög jákvætt.
    • Auka samvinnu á milli safna og borgaryfirvalda

    FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði þakkar góð og skýr svör.