• 22/05/2018

    Þann 25. apríl 2018 var haldinn umræðufundur með frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga á höfuðborgarsvæðinu.  FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði boðuðu til fundarins.
    Félögin óskuðu eftir stefnu og afstöðu framboðanna til m.a. eftirfarandi spurninga er varða safnamál:

    • Hver er stefna þíns flokks/framboðs í safnamálum og hverjar eru helstu áherslur til næstu fjögurra ára? Hvar má nálgast stefnuna?
    • Hvaða hlutverki gegna söfnin í þínu sveitarfélagi?
    • Hvernig sér þinn flokkur/framboð fyrir sér tengsl ferðaþjónustu og safna í sveitarfélaginu?
    • Hvað hefur áunnist í safnamálum í sveitarfélaginu á síðastliðnum árum?
    • Hvað þarf að bæta í safnamálum í sveitarfélaginu?

    Eftirfarandi svar barst frá Íslensku þjóðfylkingunni:
    „Það er grundvöllur hverra þjóðar sem og sveitafélaga að styðja við menningu og sögu í sínu sveitarfélagi.  Sá stuðningur er og verður alltaf markmið Íslensku þjóðfylkingarinnar, enda flokkur sem hefur verið stofnaður um verndun Íslenskra róta meðal annars.
    F.h. Íslensku þjóðfylkingarinnar,
    Guðmundur Karl Þorleifsson. formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.“
    FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði þakkar góð og skýr svör.