• 16/03/2018


    Mynd - Hér tekin eftir heimasíðu Byggðasafns Skagafirðinga

    Opið bréf til Byggðarráðs Skagafjarðar

    Reykjavík 16. mars 2018.

    Efni: Staða Byggðasafns Skagfirðinga.
    Stjórn Félags íslenskra safna og safnmanna lýsir yfir áhyggjum af stöðu Byggðasafns Skagfirðinga þar sem nú ríkir óvissa um aðbúnað starfsfólks og varðveislu safngripa. Starf Byggðasafns Skagfirðinga hefur verið blómlegt og til fyrirmyndar í íslensku safnastarfi um langt skeið og hlaut Íslensku safnaverðlaunin árið 2016.
    Byggðasafnið hefur sterkar rætur í samfélaginu enda hafa íbúar þess falið safninu menningarverðmæti til varðveislu frá 1948. Að eiga og reka safn er ekki skammtímaverkefni. Að varðveita menningarminjar sem íbúar sveitafélagsins hafa falið safninu að varðveita er ekki léttvægt verkefni.
    Stjórn Félags íslenskra safna og safnmanna skorar á eigendur Byggðasafns Skagfirðinga að setja faglegt safnastarf ekki í uppnám og tryggja viðunandi aðstöðu fyrir safnkost, sýningar og starfsfólk Byggðasafns Skagfirðinga í samráði við það.

    Með vinsemd og virðingu,

    f.h. stjórnar FÍSOS,
    Helga Maureen Gylfadóttir

    Stjórn FÍSOS skipa:
    Formaður: Helga Maureen Gylfadóttir
    Varaformaður: Gunnþóra Halldórsdóttir
    Gjaldkeri: Jón Allansson
    Ritari: Ingibjörg Áskelsdóttir
    Meðstjórnandi: Linda Ásdísardóttir
    Varamenn: Haraldur Þór Egilsson og Hjörtur Þorbjörnsson

     
    Eftirfarandi bréf er birt á heimasíðu FÍSOS sem og á samfélagsmiðlum félagsins.
    Bréfið er einnig sent til fjölmiðla.