• 21/02/2018

  Kæru safnmenn,
  tíminn æðir áfram og nú er bara ein vika til stefnu fyrir þá sem eiga enn eftir að skrá sig á farskóla safnmanna í Dublin.
  Lokað verður fyrir skráningu á miðnætti miðvikudag 28. febrúar.
  Skráning fer fram á vefsíðu FÍSOS, sjá undir flipanum Farskóli.
  Greiða þarf 35.000 kr. staðfestingargjald í síðasta lagi 1. mars á reikninginn 0301-26-074634 (kt. 441089-2529).
  Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. Munið að geta nafns ykkar í tilvísun.
  Farskóli í Dublin 11. – 14. september 2018
  Drög að dagskrá
  11. september
  Flug um morgun til Dublin.
  Farið verður beint af flugvelli í hádegisverð á kastalaslóðir til Malahide og að því loknu verður útsýnisferð um Dublin.
  Eftir að fólk hefur bókað sig inn á hótel um kl. 15 verða fyrstu söfnin heimsótt í hópum.
  Um kvöldið getur fólk valið að fara í bókmennta- og pöbbagöngu í fylgd heimamanna eða ráða sér sjálft.
  12. september
  Safnaheimsóknir í hópum fyrir og eftir hádegi.
  Gina O’Kelly, formaður The Irish Museums Association, mun halda erindi.
  Í lok dags heimsækir allur hópurinn sýningu Guinness-verksmiðjunnar í Dublin.
  13. september
  Safnaheimsóknir fyrir hádegi í hópum.
  Seinni partinn verður frjáls tími. Fólk er hvatt til að heimsækja söfn og sýningar að eigin vali.
  Árshátíð og dansiball um kvöldið.
  14. september
  Heimför.
  Dæmi um söfn sem verða heimsótt í ferðinni:
  • The National Museum of Ireland (Archaeology, Natural History og Decorative Arts & History)
  • The Tenement Museum
  • GPO
  • The National Gallery of Ireland
  • Chester Beatty Library
  • Kilmainham Gaol
  • The Little Museum of Dublin
  • Epic – the Irish Emigration Museum
  • Irish Museum of Modern Art
  • Photographic Archive
  • The Book of Kells & Old Library
  • Hugh Lane Gallery
  …og mörg fleiri!
  Kærar kveðjur,
  Helga, Hlín og Þóra