• 07/02/2018

    Staður: Borgarsögusafni Reykjavíkur – Árbæjarsafni
    Stund: Mánudaginn 23. apríl 2018, kl. 9.00 – 16.00

    Námskeiðið byggir á handbókinni: Sýning, pökkun og geymsla textíla á söfnum eftir Þórdísi Baldursdóttur forvörð, sem leiðbeinir á námskeiðinu.
    Fjallað verður um fyrirbyggjandi forvörslu textíla í safngeymslum og á sýningum, til dæmis meðhöndlun, uppsettningu, hirslur og umhverfi. Skoðaðar verða mismunandi pökkunaraðferðir fyrir ólíkar gerðir textíla sem algengir eru á íslenskum söfnum.
    Textílgeymsla Borgarsögusafnsins í nýju varðveisluhúsi, Vörðunni, í Árbæjarsafni verður heimsótt. Undirstöðuatriði við gerð búningagínu verða kynnt og þátttakendur búa til sérsniðin þrívíð form fyrir textíla frá eigin safni.
    Handbókin er aðgengileg á heimasíðu Íslandsdeildar, Félags norrænna forvarða, nkf.is/itarefni og á heimasíðu safnaráðs.
    Námskeiðið er samstarfsverkefni FÍSOS og NKF – Ísland. Safnaráð og Mennta – og menningarmálaráðuneytið styrkja námskeiðið.
    Námskeiðið er eingöngu ætlað félagsmönnum FÍSOS, sem starfa með safnkost.
    Hámarksfjöldi þátttakenda: 8
    Námskeiðið er án endurgjalds
    Frekari upplýsingar og skráning:
    Þórdís Anna Baldursdóttir
    forvarslan@gmail.com
    gsm: 8462534