Á aðalfundi félagsins þann 27. september 2017 var samþykkt að halda Farskólann 2018 á erlendri grundu.
Stjórn FÍSOS efndi til kosningar á meðal félaga um áfangastað. Alls tóku 92 þátt og féllu atkvæði þannig:
Amsterdam – 24
Dublin – 28
Pólland – 12
Ísland – 9
Færeyjar – 6
Stokkhólmur – 8
Annað – 5
Í ljósi þessarar niðurstöður var efnt til annarrar kosningar þar sem valið stóð á milli Dublin eða Amsterdam.
Alls tóku 81 félagsmaður þátt og féllu atkvæði þannig:
Dublin – 51,9% (42 atkvæði)
Amsterdam – 48,% (39 atkvæði)
Stjórn hefst nú handa við að skipa farskólanefnd og vinna að skipulagningu ferðarinnar til Írlands.
Gert er ráð fyrir því að fara í september 2018.
Þeir félagar sem hafa áhuga á að taka þátt í undirbúning ferðarinnar eða hafið góð sambönd á Írlandi sem gætu nýst við skipulagninguna vinsamlegast setjið ykkur í samband við stjórn félagsins, stjorn@safnmenn.is