• 04/05/2017

    Nú standa yfir tvær sýningar í Safnahúsinu Ísafirði. Garason (Guðlaugur Arason) sýnir verk sín Álfabækur á göngum hússins og í sal Listasafns Ísafjarðar er ljósmyndasýning Þorvaldar Arnar Kristmundssonar Hverfandi menning – Djúpið. Nánari upplýsingar á heimasíðu Safnahússins á Ísafirði.
    Húsið er opið virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 13-16. Enginn aðgangseyrir.Hverfandi menning