• 14/07/2016

    Byggðasafn Skagfirðinga hlaut íslensku safnaverðlaunin 2016. Voru þau afhent við hátíðlegt tilefni á Bessastöðum 13. júlí síðastliðinn. FÍSOS óskar byggðasafninu til hamingju með verðlaunin!

    Fulltrúar Byggðasafns Skagfirðinga taka hér við íslensku safnaverðlaununum 2016
    Fulltrúar Byggðasafns Skagfirðinga taka hér við íslensku safnaverðlaununum 2016

    Í rökstuðningi dómnefndar segir um Byggðasafn Skagfirðinga
    Starf­semi Byggðasafns Skag­f­irðinga er fjölþætt og metnaðarfull. Þar er fag­mann­lega að verki staðið og hver þátt­ur fag­legs safn­a­starfs unn­inn í sam­ræmi við staðfesta stefnu og starfs­áætlan­ir.
    Í safn­inu er ríku­leg­ur safn­kost­ur sem safn­ast hef­ur allt frá stofn­un þess árið 1952 og um þess­ar mund­ir beita starfs­menn aðferðum við söfn­un, skrán­ingu, rann­sókn­ir og miðlun sem mæta kröf­um sam­tím­ans um safn­störf. Byggðasafnið legg­ur áherslu á að rækta sam­starf við stofn­an­ir og fyr­ir­tæki heima og heim­an. Sú sam­vinna og samþætt­ing skip­ar safn­inu í flokk með fremstu safna á Íslandi í dag.
    Öflug­ar og sér­hæfðar rann­sókn­ir safns­ins varpa ljósi á mannauð sem það býr yfir og sýna fram á hvers byggðasöfn eru megn­ug þegar þau hafa náð viður­kennd­um sessi. Í safn­inu fara fram rann­sókn­ir á safn­kost­in­um auk víðtækra forn­leifa­rann­sókna í héraðinu, oft í alþjóðlegu sam­starfi. Skrán­ing, kennsla og rann­sókn­ir á starfs­sviði safns­ins hafa enn frek­ar víkkað út starfs­svið safns­ins og birt­ast m.a. í gegn­um Forn­verka­skól­ann og bygg­ing­ar­sögu­rann­sókn­ir. Gefn­ar eru út rann­sókna­skýrsl­ur og sýn­inga­skrár sem eru jafn­framt aðgengi­leg­ar í gagna­banka á vefsíðu safns­ins.
    Starf­semi safns­ins nær langt út fyr­ir eig­in­lega staðsetn­ingu þess. Sýn­ing­ar þess eru víðar um héraðið en í höfuðstöðvun­um að Glaum­bæ, s.s. sýn­ing­in í Minja­hús­inu á Sauðár­króki og aðal­sýn­ing í Vest­urfara­setr­inu á Hofsósi, sem einnig er dæmi um sam­starfs­verk­efni und­ir und­ir fag­legri hand­leiðslu byggðasafns­ins. Sam­starf við skóla, upp­eld­is­stofn­an­ir og fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu, sem og sam­starf í miðlun og sýn­inga­gerð sýn­ir hvernig safn get­ur aukið fag­mennsku í sýn­inga­gerð, ferðaþjón­ustu og miðlun menn­ing­ar­arfs.
    Safnið hef­ur á að skipa hæfu starfs­fólki sem með vök­ul­um áhuga og metnaði hef­ur tek­ist  að skipa safn­inu í flokk með þeim fremstu sinn­ar teg­und­ar á Íslandi.