• 17/05/2016

  Hamraborg 4, 200 Kópavogur. S: 5700440 www.gerdarsafn.is
  +Safneignin
  +Safneignin er rými fyrir rannsóknir þar sem gestum er gefinn kostur á að líta á bak við tjöldin og kynnast því sem að öllu jöfnu tilheyrir innra starfi safns. Leitað er aftur í grunninn og rýnt í safneignina með þeim hætti að listaverkageymslan teygir sig fram í sýningarrýmið. Hverju sinni eru dregin fram verk úr safneigninni til að sýningar um leið og unnið er fyrir opnum tjöldum að skráningu verkanna, ástandsskoðun, rannsóknum og fræðslu. Plúsinn stendur fyrir bæði fyrir viðbót og vísar í það sem koma skal.
  Erindaröð um umhverfismál: Landsskipulagsstefna
  Náttúrufræðistofa Kópavogs og Bókasafn Kópavogs
  Náttúrufræðistofa Kópavogs og Bókasafn Kópavogs standa fyrir erindaröð um umhverfis- og skipulagsmál. Annað erindið verður þann 19. maí kl. 17:15 á fyrstu hæð safnahússins, þá mun Einar Jónsson, sviðstjóri stefnumótunar og þróunar hjá Skipulagsstofnun flytja sitt erindi, Landsskipulagsstefna, nýtt ferli sem setur umgjörð um skipulagsmál á landsvísu.
  Hjóladagur fjölskyldunnar: Menningarhúsin í Kópavogi
  Hjóladagur fjölskyldunnar verður haldinn laugardaginn 21. maí frá 13-17. Á útivistarsvæðinu við Menningarhúsin í Kópavogi verður boðin ástandsskoðun á hjólum og kynning á rafhjólum og öðrum búnaði svo og kynning á verkefninu „Hjólað óháð aldri“. Þá mun Garðskálinn bjóða upp á grillað góðgæti og selja á vægu verði. Í Bókasafninu verða settar fram bækur sem tengjast hjólreiðum en einnig verður sýning á ljósmyndum úr fórum Héraðsskjalasafns Kópavogs. Þá verður reiðhjólatúr og ratleikur með fjársjóðskistum um Kársnesið og settur verður upp umferðargarður á bílaplani Molans.
  Dagskrá:
  13:00 – 17:00
  Dr. Bæk ástandsskoðar hjól á útivistarsvæði við Menningarhúsin Kynning á rafhjólum og reiðhjólabúnaði á útivistarsvæði við Menningarhúsin Umferðargarður á bílaplani Molans þar sem hægt verður að æfa hjólafærni Bókasafnið opið og hægt að skoða bækur tengdar hjólreiðum Sýning á ljósmyndum af reiðhjólum úr fórum Héraðsskjalasafns Kópavogs á 2. hæð Bókasafnsins Garðskálinn býður upp á grillað góðgæti á hagstæðu verði
  14:00
  Reiðhjólatúr og ratleikur með sérfræðingum Náttúrufræðistofu og Héraðsskjalasafns. Fræðst verður um mannlíf og náttúru á Kársnesinu og í fjársjóðskistum leynast glaðningar af ýmsu tagi (hjálmaskylda)
  15:15
  Kynning á verkefninu “Hjólað óháð aldri” á útivistarsvæði við Menningarhúsin
  Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.