• 16/05/2016

    lyfjafræðisafnið Seltjarnarnesi.jpg
    Lyfjafræðisafnið verður opið á safnadaginn 18. maí n.k. frá kl. 15-19 og verða lyfjafræðingar á staðnum og fræða gesti um sýningar safnsins.

    Í Lyfjafræðisafninu eru til sýnis helstu tæki, sem notuð hafa verið til lyfjagerðar öldum saman, en gripir safnsins eru flestir frá fyrri hluta seinustu aldar.
    Einnig er í safninu sýnishorn af apóteksinnréttingum, sem eru frá fyrstu tugum síðustu aldar.
    Allir velkomnir að Safnatröð 3, Seltjarnarnesi. Aðgangur er ókeypis

    lyfjafræðisafnið