• 16/05/2016

    M65_Umslag
    Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins verður Heimilisiðnaðarsafnið opið sunnudaginn 22. maí frá kl. 14:00 – 17:00. Þann dag kl. 15:00 verður opnuð sýning myndlistarkonunnar Önnu Þóru Karlsdóttur, sem ber heitið „Vinjar“.

    Má með sanni segja að Sumarsýning safnsins að þessu sinni vísi beint í þema safnadagsins sem er Söfn og menningarlandslag. Þennan dag er ókeypis aðgangur ásamt kaffi og smá meðlæti.
    Heimilisiðnaðarsafnið verður síðan opið alla daga frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10:00 til 17:00. Árbraut 29, 540 Blönduósi.  S: 452 4067 www.textile.is , textile@textile.is