• 16/01/2016

    Seinni partinn í gær komst póstlistinn loksins í lag. Safnmenn geta því tekið gleði sína á ný og hafist handa við að senda tölvupósta sín á milli sem aldrei fyrr.
    Vegna bilunarinnar glötuðust allir póstar sem voru sendir fram að deginum í gær. Því viljum við hvetja alla þá sem hafa sent tölvupósta á milli 11. desember og 15. janúar með mikilvægum upplýsingum, að senda þá aftur ef upplýsingar eiga enn við.
    Enn og aftur er beðist velvirðingar á þessum vandræðagangi með póstlistann og vonast er til að slíkt gerist ekki aftur.