• 02/01/2016


    Þann 9.desember var síðasti fyrirlestur ársins, á vegum Félags íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS). Að venju var hann haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Valdimar Gunnarsson formaður Félags áhugamanna um skrímslasetur var með sérlega áhugaverðan fyrirlestur um einstaka sögu og uppbyggingu skrímslasetursins í Bíldudal og hverju samtakamátturinn getur áorkað.