• 14/10/2015


    Þann  14. október voru Bjarki Sveinbjörnsson og Jón Hrólfur Sigurjónsson frá Tónlistarsafni Íslands með áhugavert erindi: Stafræn yfirfærsla gamalla hljóðrita og rafræn varðveisla sýninga.
    Undanfarin ár hafa starfsmenn Tónlistarsafns Íslands unnið að því að afrita gömul hljóðrit yfir í stafræn form. Upphaf þess var yfirfærsla á hljóðritasafni Stofnunar Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum árið 2003, vinna sem síðar hefur undið upp á sig. Efninu er síðan miðlað í gagnagrunninum www.ismus.is sem er rekinn sameiginlega af Tónlistarsafni Íslands og Árnastofnun. Að varðveita hljóðupptökur í stafrænu formi er það form sem samtíminn notar og er afar hentugt til miðlunar til almennings. Þá hefur Tónlistarsafn gert tilraun með, í samvinnu við Einar Jón Kjartansson hönnuð að varðveita sýningar með rafrænum hætti. Í fyrirlestrinum munu starfsmenn Tónlistarsafns Íslands, Bjarki Sveinbjörnsson og Jón Hrólfur Sigurjónsson kynna þessa starfsemi Tónlistarsafns Íslands.