• 20/03/2015


    Þann 21. janúar 2015 hélt Bergsveinn Þórsson formaður FÍSOS fyrirlestur um 22. ráðstefnu NEMO (Network of European Museum Organisations) undir heitinu „LIVING TOGETHER IN A SUSTAINABLE EUROPE – MUSEUMS WORKING FOR SOCIAL COHESION“. Ráðstefnan fór fram dagana 6.-8. nóvember 2014.
    Bergsveinn Þórsson og Elísabet Pétursdóttir verkefnastýra FÍSOS sóttu ráðstefnuna fyrir hönd FÍSOS. Þetta var í fyrsta skipti sem félagið sendir fulltrúa sína á þennan vettvang. Ráðstefnan heppnaðist vel og var tíminn nýttur til þess að efla tengslanet við sambærileg samtök í Evrópu.
    NEMO eru virk samtök, bæði fyrir sérfræðinga safna og samtök safna. Safnafólk er hvatt til þess að kynna sér vefsíðuna þeirra  http://www.ne-mo.org/
    Bergsveinn. Slæður