• 28/05/2014

    Þann 15. maí 2014 boðaði FÍSOS til málþingsins „Staða og framtíð safna“ í samstarfi við Íslandsdeild ICOM og safnafræði við Háskóla Íslands, um boðleiðir styrkveitinga, tilfærslu og skiptingu safna á milli ráðuneyta og þekkingaruppbyggingu. Hér má sjá upptöku af málþinginu í fimm þáttum, ásamt glærum frummælenda.
     

    Allt í kerfi? Um flökkulíf safna og fasta búsetu. Bergsveinn Þórsson formaður FÍSOS. Bergveinn Þórsson glærur 15. maí

    Tilfærsla safna innan mennta og -menningarmála ráðuneytis. Ragnheiður H. Þórarinsdóttir deildarstjóri skrifstofu menningarmála, mennta og- menningarmálaráðuneyti. Ragnheiður H. Þórarinsdóttir glærur 15. maí

    Staða þekkingaruppbyggingar og rannsókna. Sigurjón B. Hafsteinsson dósent við Háskóla Íslands. Sigurjón B. Hafsteinsson glærur 15. maí

    Boðleiðir styrkveitinga. Katrín Jakobsdóttir þingmaður vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra.

    Pallborðsumræður þar sem frummælendur sátu fyrir svörum ásamt Margréti Hallgrímsdóttur skrifstofustjóra skrifstofu menningararfs, forsætisráðuneyti.